Útsvar lækkað á Seltjarnarnesi

mbl.is/Brynjar Gauti

Álagningarstuðull útsvars á Seltjarnarnesi lækkar úr 12,35% í 12,10% fyrsta janúar næstkomandi samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar, en fjárhagsáætlun ársins 2008 var afgreidd á fundi hennar í gær.

Í tilkynningu kemur fram að álagningarstuðull fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði (A- hluta) árið 2008 lækkar einnig úr 0,24% í 0,2% frá og með 1. janúar 2008, álagningarstuðull vatnsskatts lækkar úr 0,115% í 0,10% og álagningarstuðull fráveitugjalds verður 0,097% af fasteignamati frá og með 1. janúar 2008, hið lægsta á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert