VG gagnrýnir frumvarp um þingsköp

Vinstri græn­ir gagn­rýndu í dag þær breyt­ing­ar sem gerðar hafa verið á frum­varpi um þingsköp. Sturla Böðvars­son, for­seti Alþing­is, lagði fram frum­varpið í gær. Meðflutn­ings­menn eru þing­flokks­for­menn allra flokka, nema Vinstri grænna.

Sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um er ræðutími ótak­markaður í ann­arri og þriðju umræðu um þing­mál en í nýja frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir að tak­marka hann. Þing­menn munu hins veg­ar fá að taka eins oft til máls og þeir kjósa, fyrst í 15 mín­út­ur en síðan í fimm mín­út­ur í senn. Flutn­ings­menn og ráðherr­ar munu þó geta flutt lengri ræður og for­seti Alþing­is fær heim­ild­ir til að lengja ræðutíma í sér­stök­um mál­um

Ögmund­ur Jónas­son, Vinstri græn­um, sagði í umræðum á Alþingi í dag að þörf sé á að breyta þing­skap­ar­lög­um en nú eru gerðar breyt­ing­ar án aðkomu Vinstri grænna, stærsta stjórn­ar­and­stöðu flokks­ins. Að sögn Ögmund­ar er í flest­um til­vik­um um vönduð vinnu­brögð að ræða á Alþingi og það sé ein­ung­is þegar rætt er um stór mál sem umræður drag­ast á lang­inn. Stór mál eins og EES samn­ing­inn og Vatna­lög­in. Seg­ir Ögmund­ur að ekki sé um mörg mál að ræða en það séu ávalt mik­il hita­mál og að ekki eigi að versla með mál­frelsi.

Lúðvík Berg­vins­son, Sam­fylk­ingu, seg­ir að stefnt sé að því með breyt­ing­un­um að bæta þing­störf og auka aðhald með rík­is­stjórn­inni . Seg­ir að ekki sé verið að skerða mál­frelsi held­ur mun­ur­inn sá að nú megi tala oft í skemmri tíma í stað lengi í tvígang. Með þessu verið að bæta þing­störf.

Siv Friðleifs­dótt­ir, Fram­sókn­ar­flokki, sagði að með breyt­ing­unni sé ekki verið að skerða mál­frelsi og sagði að ekki væri hægt að bjóða fólki upp á þau vinnu­brögð sem hafi viðgeng­ist á Alþingi. Seg­ir hún það ósk fram­sókn­ar­manna að gera þingið fjöl­skyldu­vænna.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son , Vinstri græn­um, seg­ir að breyt­ing­arn­ar veki furðu og undr­un. Nú sé verið að reyna að koma í veg fyr­ir sam­ræður og það veki furðu að Sam­fylk­ing­in standi með þess­um breyt­ing­um. Seg­ir Stein­grím­ur að Vinstri græn­ir séu ekki til­bún­ir til þess að stjórn­ar­andstaðan selji frá sér það eina vopn sem bít­ur. Mál­frelsið sé ekki versl­un­ar­vara. Gagn­rýndi Stein­grím­ur aðkomu for­seta Alþing­is, Sturlu Böðvars­son­ar, að mál­inu og að það hafi verið sett á dag­skrá þings­ins í gær­kvöldi.

Krist­inn H. Gunn­ars­son, Frjáls­lynda flokkn­um, seg­ir að menn hafi haft nóg­an tíma til þess að skoða málið og gera breyt­ing­ar. Seg­ir hann að breyt­ing­arn­ar séu Alþingi til fram­drátt­ar og ekki sé vanþörf þar á. Krist­inn seg­ist vera ósam­mála um­mæl­um um óvönduð vinnu­brögð og gagn­rýni á for­seta Alþing­is. Það sem komi hon­um á óvart séu óvönduð vinnu­brögð VG í þessu máli.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, Vinstri græn­um, seg­ist hafa viljað að það væri skipaður starfs­hóp­ur um breyt­ing­ar á þing­skap­ar­lög­um. Seg­ist hún ekki sjá að það að stytta ræðutíma skili betri ár­angri.

Helgi Hjörv­ar, Sam­fylk­ingu, seg­ir lang­ar og leiðin­leg­ar ræður sem þing­menn flytji stund­um sé ekki lýðræðinu til fram­drátt­ar. Þing­menn sem flytji slík­ar ræður ættu að taka end­ur­mennt­un­ar­nám­skeið í ræðuhöld­um. Seg­ir hann að það nægi ekki Stein­grími J. að standa í ræðustól held­ur sé hann gjamm­andi utan úr sal.

For­seti Alþing­is vakti at­hygli Helga Hjörv­ar á því að það fari bet­ur á því að segja að það fari bet­ur á því að tala um að þing­menn kalli úr þingsal í stað þess að tala um að þeir gjammi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert