Sautján þingmenn eru á mælendaskrá í annarri umræðu um fjárlög, sem hófst á ný á Alþingi nú á ellefta tímanum. Umræðan stóð í allan gærdag og fram á nótt. Ekki er ljóst hvort tekst, að ljúka umræðunni í dag.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrst á mælendaskrá í morgun og sagði m.a. að stjórnarandstaðan hefði í umræðunum til þessa skipst í þingmenn Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs sem vilji gera allt fyrir alla og legðu fram tillögur um allt að 10 milljarða króna aukin útgjöld, og talsmenn Framsóknarflokksins, sem vildu sýna aðhald.
Steinunn Valdís, sem situr í fjárlaganefnd, sagði, að fjárlögin væru um margt mjög ábyrg og sýndi að menn tækju opinbera fjármálastjórn föstum tökum.