Átak gegn ölvunarakstri

Lögreglan stefnir að auknu sýnilegu eftirliti á og við stofnbrautir …
Lögreglan stefnir að auknu sýnilegu eftirliti á og við stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Júlíus

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur hafið sér­stakt átak gegn ölv­unar­akstri sem mun standa til ára­móta. Skipu­legu eft­ir­liti verður haldið úti á ýms­um tím­um sól­ar­hrings og á mis­mun­andi stöðum í um­dæm­inu.

Mark­mið átaks­ins er að vekja at­hygli á þeirri hættu sem staf­ar af ölv­unar­akstri og hvetja fólk til al­mennr­ar var­kárni í um­ferðinni.

Þá stefn­ir lög­regl­an að auknu sýni­legu eft­ir­liti á og við stofn­braut­ir á höfuðborg­ar­svæðinu, inni í íbúðahverf­um og við versl­un­ar­miðstöðvar. Þannig muni lög­regl­an leggja sitt af mörk­um til að íbú­ar og aðrir sem dvelja á höfuðborg­ar­svæðinu geti átt ánægju­leg­ar stund­ir við jó­laund­ir­bún­ing á kom­andi vik­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert