Bensínbíll á hliðina í Landeyjum

Bensínbíll valt á hliðina skammt frá afleggjaranum að Ljótarstöðum í Austur-Landeyjum nú síðdegis. Ökumanninn sakaði ekki. Eitthvað af bensíni hefur lekið úr bílnum, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Beðið er eftir vinnuvélum, sem nota á til að koma bílnum á réttan kjöl.

Að sögn lögreglunnar kom snörp vindhviða, sem feykti bílnum út í vegarkant. Kanturinn gaf sig og bíllinn valt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert