Draugalegt í New Orleans

Hvar má finna húsvagna, djasstónlist, brotnar rúður, garða í órækt og myglaða húsveggi? Blaðamaður Morgunblaðisns fann svarið í New Orleans. 

Fyrir tveimur árum og þremur mánuðum lagði fellibylurinn Katrína borgina nánast í rúst. Vatn flæddi yfir 80% borgarinnar, eftir að flóðgarðarnir í kringum hana brustu.

Í New Orleans gekk blaðamaður meðal annars um draugaleg hverfi, virti fyrir sér yfirgefin sjúkrahús og ræddi við fólk í húsvögnum. Ítarlega er fjallað um ástandið í New Orleans í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert