Hægt að spjalla á MSN í farsíma

Þessi auglýsing ætti ekki að fara fram hjá neinum.
Þessi auglýsing ætti ekki að fara fram hjá neinum. mbl.is/Brynjar Gauti

Samskiptafyrirtækið Nova kynnti starfsemi sína í nýjum  höfuðstöðvum að Lágmúla 9 í Reykjavík í dag. Nova er í eigu fjárfestingarfélagsins Novators, sem m.a. hefur sérhæft sig í fjárfestingum á sviði fjarskipta.

Í tilkynningu frá Nova segir, að viðskiptavinum bjóðist að fara á netið og spjalla saman á MSN í farsímanum. Segir félagið, að um 150 þúsund Íslendingar noti MSN, en sá hópur hafi fram til þessa þurft að sitja við tölvu til að geta notað þetta samskiptaform.

Þá munu myndsímtöl kosta það sama og önnur símtöl. Greitt er fyrir netið í símann eins og aðra netþjónustu eftir gagnamagni. Býður Nova slíkan pakka á 990 krónur og eru þá 100 MB innifalin. Segir félagið að það sé mun lægra verð en hjá samkeppnisaðilum.

Verslun Nova að Lágmúla 9 verður opnuð á morgun kl. 11 og vefur Nova verður opnaður á miðnætti í kvöld.

Framkvæmdastjóri Nova er Liv Bergþórsdóttir og Jóakim Reynisson er framkvæmdastjóri tæknimála. Í stjórn Nova sitja Tómas Ottó Hansson, stjórnarformaður, Ásdís Halla Bragadóttir og Sigþór Sigmarsson. Um 50 starfsmenn starfa hjá félaginu.

Vefur Nova

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert