Herjólfi seinkar vegna bilunar

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur.
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur.

Herjólfi seinkar vegna vegna bilunar. Farþegar voru komnir um borð í skipið í morgun en var þá tilkynnt, að það færi ekki strax. Verður athugað með ferð klukkan 10. Í gær uppgötvaðist leki með skrúföxli Herjólfs sem þarf að þétta og stendur til að gera við skipið í Hafnarfirði.

Áformað er að fara með skipið í slipp eftir fyrri ferð þess frá Eyjum á þriðjudag. Reiknað er með að viðgerð taki um tvo sólarhringa og miðað við það ætti skipið að komast aftur á áætlun á föstudaginn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert