Enn er mjög hvasst víða um land og er vegurinn yfir Hellisheiði enn lokaður vegna veðursins. Þá hefur innanlandsflug legið niðri. Fram kemur í sjónvarpi mbl að meðalvindhraði á Norðvesturlandi hafi farið í 25 metra á sekúndu. Ekki er þó vitað til, að meiriháttar tjón eða slys hafi hlotist af.
Lögreglan á Selfossi óskaði í morgun eftir aðstoð Hjálparsveitar Skáta í Hveragerði vegna bíla í vandræðum á Hellisheiði. Mjög blint var á heiðinni og mikil hálka. Einnig fór Björgunarsveitin Árborg á heiðina með tvo lögreglumenn til eftirlits og aðstoðar.