Enn mikið hvassviðri

Enn er mjög hvasst víða um land og er veg­ur­inn yfir Hell­is­heiði enn lokaður vegna veðurs­ins. Þá hef­ur inn­an­lands­flug legið niðri. Fram kem­ur í sjón­varpi mbl að meðal­vind­hraði á Norðvest­ur­landi hafi farið í 25 metra á sek­úndu. Ekki er þó vitað til, að meiri­hátt­ar tjón eða slys hafi hlot­ist af.

Lög­regl­an á Sel­fossi óskaði í morg­un eft­ir aðstoð Hjálp­ar­sveit­ar Skáta í Hvera­gerði vegna bíla í vand­ræðum á Hell­is­heiði. Mjög blint var á heiðinni og mik­il hálka. Einnig fór Björg­un­ar­sveit­in Árborg á heiðina með tvo lög­reglu­menn til eft­ir­lits og aðstoðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert