Jólatré fauk um koll

mbl.is/Alfons

Óveður hefur geisað á Snæfellsnesi í nótt og í dag. Lítið tjón hefur þó verið á þessum slóðum, en þó fauk jólatréð sem búið var að setja upp við Pakkhúsið í Ólafsvík.

Sæmundur Kristjánsson verkstjóri sagði að reynt verði að reisa tréð við seinni part dags ef veður leyfir. „Við höfum grafið niður tunnur svo það ætti að verða stöðugra og þola meiri vind.”

Kveikt verður formlega á jólatrénu á sunnudaginn kemur klukkan 16.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert