Kárahnjúkavirkjun var gangsett með formlegum hætti í dag þegar iðnaðarráðherra gaf fyrirskipun um að vélarnar í Fljótsdalsstöð yrðu ræstar. Hann óskaði mönnum jafnframt til hamingju með það að nú hafi verið settur lokapunktur við allar þær deilur sem spruttu upp í tengslum við virkjunina.