Forsætisráðuneytið gefur á morgun út nýja útgáfu þjóðsöngsins. Jón Kristinn Cortez tónlistarkennari hefur haft veg og vanda af útgáfunni fyrir hönd ráðuneytisins. Í nýju útgáfunni hefur raddsvið söngsins verið lækkað úr Es-dúr, sem hefur reynst erfitt fyrir aðra en þjálfaða söngvara, í C-dúr, svo hann hæfi betur almennum einradda söng.
Á þessu ári eru 50 ár liðin síðan forsætisráðuneytið lét prenta í hefti þjóðsöng Íslendinga ásamt útsetningum tónskáldsins, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar við texta Matthíasar Jocumssonar á laginu við þjóðsönginn og upplýsingum um tilurð hans.
Þjóðsöngurinn kemur nú út í þremur heftum; fyrir blandaða kóra, karlakóra og svo kvennakóra ásamt skólakórum SA sem nota sömu útsetningarnar. Allar útsetningarnar verður hægt að sækja á vef forsætisráðuneytisins.
Fyrirtæki Jóns Kristins, tónverkaútgáfan Ísalög hefur unnið þessa útgáfu ráðuneytisins og mun sjá um dreifingu heftanna.