Ók á barn og stakk af

Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. Víkurfréttir/Þorgils

Al­var­legt um­ferðarslys varð á mót­um Vest­ur­götu og Birki­teigs í Reykja­nes­bæ um kl. 17 í dag þar sem ekið var á barn. Barnið sem fjög­urra ára gam­alt slasaðist al­var­lega og var flutt í for­gangsakstri til Reykja­vík­ur, en ekki er vitað frek­ar um líðan þess í augna­blik­inu. Þetta kem­ur fram á vef Vík­ur­frétta.

Þar seg­ir að ger­andi hafi flúið af vett­vangi. Lög­regla lýs­ir eft­ir blá­um skut­bíl sem sást yf­ir­gefa vett­vang­inn. Þeir sem geta gefið frek­ari upp­lýs­ing­ar um at­b­urðinn eða bíl sem svar­ar þess­ari lýs­ingu eru beðnir um að hafa sam­band við lög­regl­una í síma 112.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert