Heimildir 24 stunda herma að Ólafur hafi verið beðinn um að skila læknisvottorði til borgarinnar um að hann væri heill heilsu en hann hefur verið í veikindaleyfi frá því skömmu eftir síðustu kosningar. Ákvæði eru um það í kjarasamningum starfsmanna Reykjavíkurborgar að þeir skili læknisvottorði þegar þeir koma aftur til vinnu eftir löng veikindi. Engin fordæmi eru hins vegar fyrir því að óskað sé eftir slíku við kjörna fulltrúa.