Sextán milljarða ofsköttun á bíleigendur

Tekjur ríkissjóðs af ökutækjum á síðasta ári, beinar og óbeinar, námu

rúmlega 50 milljörðum króna. Það eru 4,4% af landsframleiðslu.

„OECD hefur gefið út hver kostnaður samfélaga innan stofnunarinnar sé vegna

bíla og úthalds þeirra. Sem viðmiðun eru tilmæli til stjórnvalda

aðildarríkja að skatttekjur af bílum og umferð séu á bilinu 3-3,5 prósent.

Það á að duga til að mæta samfélagslegum kostnaði," segir Runólfur

Ólafsson, framkvæmdagstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Ef miðað er við skattheimtu á Íslandi og lægri mörk tilskipunar OECD má því

segja að íslenskir bíleigendur séu að borga tæplega 16 milljörðum of mikið

í skatta á hverju ári. „Þessi viðmiðun gengur út á reiknimódel sem hefur að

sjálfsögðu einhverja fyrirvara," segir Runólfur. "Það gengur út á ýmsar

breytur, eins og kostnað við slys, uppbyggingu samgöngumannvirkja, mengun

og margt fleira. Úr þessu líkani fæst þessi niðurstaða en við búum í þannig

samfélagi að sumar af breytunum eru í miklu betri farvegi hjá okkur en

öðrum þjóðum. Eftir sem áður má segja að stjórnvöld hafi þarna farið í

efstu lög, því við erum auðvitað líka með einhverjar hæstu þjóðartekjur á

mann sem þekkjast."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert