Skattalækkun frestað?

Geir H. Haarde, forsætisráðherra
Geir H. Haarde, forsætisráðherra

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, gef­ur til kynna í viðtali við frétta­veit­una Bloom­berg í dag, til greina komi að bíða eitt­hvað með áformaðar skatta­lækk­an­ir þar til dregið hef­ur úr þenslu og verðbólgu.

Geir seg­ir, að tíma­setn­ing­ar skatta­lækk­ana séu afar mik­il­væg­ar. Ekk­ert liggi á og stjórn­völd vilji tíma­setja lækk­an­irn­ar með til­liti til þess sem sé að ger­ast í hag­kerf­inu.

Þá er haft eft­ir Geir, að rík­is­stjórn­in ætli ekki að tengja skatta­lækk­an­ir við kjara­samn­inga. 

Ekki hörð lend­ing held­ur snerti­lend­ing

Geir seg­ir, að ís­lenska hag­kerfið stefni ekki í harða lend­ingu og all­ir hag­vís­ar bendi til þess, að efna­hags­kerfið sé afar virkt. „Upp­á­halds skil­grein­ing mín í þess­um lend­ing­ar­nafn­gift­um er snerti­lend­ing: að lenda mjúk­lega og taka síðan strax á loft aft­ur." 

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir, að stefnt skuli að frek­ari lækk­un skatta á ein­stak­linga á kjör­tíma­bil­inu, meðal ann­ars með hækk­un per­sónu­afslátt­ar. Einnig sé stefnt að því að lækka frek­ar skatta á fyr­ir­tæki. 

Grein­ing Glitn­is seg­ir í Morgun­korni sínu, að alþjóðleg mats­fyr­ir­tæki og stofn­an­ir hafi ávítt stjórn­völd fyr­ir rang­ar tíma­setn­ing­ar skatta­lækk­ana og skamm­sýna stefnu í rík­is­fjár­mál­um. Í síðustu viku hafi Stand­ard & Poor's breytt horf­um fyr­ir láns­hæfi rík­is­sjóðs í nei­kvæðum úr stöðugum vegna viðvar­andi áhyggna af ójafn­vægi í hag­kerf­inu.

Þá seg­ir Glitn­ir, að orð Geirs séu  góð tíðindi fyr­ir Seðlabank­ann enda sé lít­ill brodd­ur í aðhald­samri pen­inga­mála­stefnu sem rek­in sé sam­hliða reglu­leg­um skatta­lækk­un­um úr stjórn­ar­ráðinu. Slíkt sendi tvö­föld skila­boð til hag­kerf­is­ins sem sé afar óheppi­legt á óvissu­tím­um líkt og þeim sem nú ríki.

Viðtal Bloom­berg við Geir

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert