Skilorðsbundið fangelsi fyrir búðarhnupl

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvær konur í skilorðsbundið fangelsi fyrir búðarhnupl, aðra í 3 mánaða fangelsi og hina í 2 mánaða fangelsi.

Önnur konan varð uppvís að því að stela skeiðum og ausum úr verslun í Kringlunni, samtals að verðmæti um 7 þúsund krónur. Þá varð hún uppvís að því, að stela gestabók, að verðmæti tæplega 20 þúsund króna, úr verslun í miðborg Reykjavíkur. Konan var fyrr á þessu ári dæmd í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir samskonar brot.

Hin konan var fundin sek um að hafa  stolið fartölvu að verðmæti 210 þúsund króna úr tölvuverslun og  snyrtivörum að verðmæti rúmlega 31 þúsund króna úr verslun í Smáralind. Konan hefur ekki komið við sögu dómstóla áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert