Lyfjafræðingafélag Íslands segist telja ólíklegt, að fjölgun útsölustaða lyfja leiði til þess, að lyfjaverð lækku. Líklegra sé, að með fjölgun útsölustaða og þar með auknum dreifingarkostnaði muni verðið hækka.
Í tilkynningu frá félaginu segir, að vandséð sé hvernig upplýsingum og leiðbeiningum um val og rétta notkun verði við komið á bensínstöðum, veitingastöðum, stórmörkuðum og í söluturnum.
„Mikils ósamræmis gætir í umræðunni um lyfjasölu þar sem oft er talað um að fækka þurfi apótekum til að geta lækkað lyfjaverð en nú ber mest á umræðunni um að fjölga skuli útsölustöðum lyfja. LFÍ telur ólíklegt að fjölgun útsölustaða muni lækka lyfjaverð en telur líklegra að með fjölgun útsölustaða og þar með auknum dreifingarkostnaði muni verðið hækka," segir í tilkynningunni.