Samkvæmt verðkönnun leikjasíðunnar Gameover.is eru tölvuleikir nær undantekningarlaust dýrastir í verslunum BT á meðan Elko býður oftast ódýrustu leikina.
Verðkönnun Gameover.is nær til allra gerða leikjatölva og var verðið kannað á völdum hópi leikja í flestum þeim verslunum sem selja tölvuleiki. Könnunin leiddi í ljós að verslanir BT eru í nær öllum tilfellum með hæsta verðið.
„Þetta byrjaði þannig að við vorum í Skeifunni að skoða verð hjá Elko og BT og sáum hvað það var alveg fáránlegur munur á milli þeirra. Því ákváðum við að bera verðið saman opinberlega; gera almennilega verðkönnun," segir Úlfar Thoroddsen, einn aðstandenda Gameover.is, sem er íslensk vefsíða sem fjallar um tölvuleiki, um ástæður þess að aðstandendur síðunnar ákváðu að ráðast í þessa verðkönnun. Ítarlega umfjöllun um málið er í 24 stundum í dag.