Tvöfalt skattþrep myndi aðeins flækja skattkerfið

Tvöfalt skattþrep yrði til þess eins að flækja skattkerfið. Það væri afturför enda hefur verið unnið að því markmiði að einfalda skattkerfið síðustu ár. Þetta er mat bæði Árna M. Mathiesens fjármálaráðherra og Péturs H. Blöndals, formanns efnahags- og skattanefndar Alþingis.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Starfsgreinasambandið sett fram kröfugerð vegna komandi kjarasamninga og leggur m.a. til að tekin verði upp tvö skattþrep þannig að fólk sem er með 200 þúsund krónur og minna í mánaðarlaun greiði aðeins 15% skatt.

Árni M. Mathiesen segir það jákvæða við íslenska skattkerfið hvað það sé einfalt og ekki eigi að flækja það. Pétur H. Blöndal tekur í sama streng og segir að stefna undanfarinna 15 ára hafi verið að einfalda skattkerfin og minnka undanþágur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert