Greiðslur til 1.600-1.700 öryrkja lækka núna um mánaðamótin. Lækkunin er frá nokkrum krónum upp í tugi þúsunda á mánuði. Hluti hópsins mun fá lækkunina bætta að hluta frá Tryggingastofnun ríkisins. Um hundrað öryrkjar fá hærri lífeyri eftir breytinguna.
Félagsmálaráðherra hafði óskað eftir því við lífeyrissjóðina að þeir frestuðu hækkuninni um eitt ár gegn því að fá 100 milljónir úr ríkissjóði. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Gildis, sagði að kostnaður lífeyrissjóðanna væri 300 milljónir og því dygði þessi upphæð ekki. Hann sagði að breytingin, sem hefur verið lengi í undirbúningi, væri gerð í samræmi við samþykktir lífeyrissjóðanna.