Veruleg lækkun bóta hjá sumum öryrkjum

Greiðslur til 1.600-1.700 ör­yrkja lækka núna um mánaðamót­in. Lækk­un­in er frá nokkr­um krón­um upp í tugi þúsunda á mánuði. Hluti hóps­ins mun fá lækk­un­ina bætta að hluta frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins. Um hundrað ör­yrkj­ar fá hærri líf­eyri eft­ir breyt­ing­una.

Fé­lags­málaráðherra hafði óskað eft­ir því við líf­eyr­is­sjóðina að þeir frestuðu hækk­un­inni um eitt ár gegn því að fá 100 millj­ón­ir úr rík­is­sjóði. Árni Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri líf­eyr­is­sjóðsins Gild­is, sagði að kostnaður líf­eyr­is­sjóðanna væri 300 millj­ón­ir og því dygði þessi upp­hæð ekki. Hann sagði að breyt­ing­in, sem hef­ur verið lengi í und­ir­bún­ingi, væri gerð í sam­ræmi við samþykkt­ir líf­eyr­is­sjóðanna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert