Lögreglan á Suðurnesjum hvetur alla þá sem hafa upplýsingar um umferðarslys sem varð á gatnamótum Vesturgötu og Birkiteigs í Reykjanesbæ um fimmleytið í gær að hafa samband. Þar var ekið á ungan dreng og fór ökumaður af vettvangi.
Drengurinn, sem er fjögurra ára gamall, var fluttur mikið slasaður á slysadeild í Reykjavík. Hann liggur nú sofandi á gjörgæsludeild.
Að sögn lögreglu hefur leitin enn engan árangur borið. Hún hefur fengið fjölda ábendinga og rætt við marga einstaklinga í tengslum við rannsókn málsins.
Lögreglan hefur enn sem komið er engar frekari upplýsingar um bifreiðina umfram það að um bláan eða dökkleitan skutbíl er að ræða.