Allar upplýsingar vel þegnar

Lögreglubíll sést hér á slysstað í gærkvöldi.
Lögreglubíll sést hér á slysstað í gærkvöldi. Víkurfréttir/Þorgils

Lögreglan á Suðurnesjum hvetur alla þá sem hafa upplýsingar um umferðarslys sem varð á gatnamótum Vesturgötu og Birkiteigs í Reykjanesbæ um fimmleytið í gær að hafa samband. Þar var ekið á ungan dreng og fór ökumaður af vettvangi.

Drengurinn, sem er fjögurra ára gamall, var fluttur mikið slasaður á slysadeild í Reykjavík. Hann liggur nú sofandi á gjörgæsludeild. 

Að sögn lögreglu hefur leitin enn engan árangur borið. Hún hefur fengið fjölda ábendinga og rætt við marga einstaklinga í tengslum við rannsókn málsins.

Lögreglan hefur enn sem komið er engar frekari upplýsingar um bifreiðina umfram það að um bláan eða dökkleitan skutbíl er að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert