„Eins og bændur hefðu gert í gamla daga“

Framkvæmdir við Bergstaðastræti 4 eru umdeildar, en langt komnar.
Framkvæmdir við Bergstaðastræti 4 eru umdeildar, en langt komnar. mbl.is/Sverrir

Þetta er eins og bændur hefðu gert í gamla daga þegar þeir voru að lappa upp á fjósið hjá sér,“ segir Þórður Magnússon, stjórnarmaður í Torfusamtökunum, um viðbyggingu sem byggingafulltrúi Reykjavíkur heimilaði að yrði byggð við húsið í Bergstaðastræti 4.

Þórður segir að byggingafulltrúi hafi upp á sitt eindæmi samþykkt breytingar á húsinu án þess að taka mark á þeim fagaðilum sem áttu að koma að málinu. Húsið er byggt á þriðja áratug tuttugustu aldar og nýtur verndar samkvæmt þjóðminjalögum. Það felur m.a. í sér að breytingar á húsinu á að bera undir húsafriðunarnefnd, borgarminjavörð og fleiri aðila sem þekkja til gamalla húsa. Þeir gefa álit en byggingafulltrúi og borgarskipulag taka ákvörðun um hvort farið er að álitinu.

Í áliti húsafriðunarnefndar, sem sent var byggingafulltrúanum í Reykjavík fyrr á árinu vegna breytinganna á húsinu, er bent á að hin almenna regla varðandi stækkanir og viðbyggingar gamalla húsa sé að tekið sé mið af upphaflegri gerð glugga, útihurða og annarra veigamikilla byggingarhluta um leið og tillit sé tekið til áorðinna breytinga sem ekki séu til lýta.

Nánar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert