Getur búist við 4 ára fangelsi

Þórarinn Ingi Jónsson.
Þórarinn Ingi Jónsson.

Þór­ar­inn Jóns­son, list­nemi í Toronto, gæti átt von á allt að fjög­urra ára fang­elsi ef hann verður fund­inn sek­ur um óspekt­ir og að raska alls­herj­ar­reglu eft­ir að hafa komið fyr­ir poka sem á var letrað „Þetta er ekki sprengja“ á lista­safni í borg­inni á miðviku­dag.

Uppá­tækið var hluti af verk­efni hans á nám­skeiði um víd­eólist, en olli tals­verðu upp­námi í miðborg Toronto. Lög­regla og sprengju­leit­ar­sveit­ir voru kallaðar til og af­lýsa þurfti fjár­öfl­un­ar­sam­komu góðgerðarsam­taka um kvöldið. Þór­ar­inn gaf sig fram við lög­reglu í fyrra­dag og var hneppt­ur í gæslu­v­arðhald. Hon­um voru birt­ar ákær­ur í gær og síðan sleppt gegn trygg­ingu.

Ekki náðist í Þór­ar­in í gær, en sam­kvæmt því sem kanadíska dag­blaðið Toronto Star hef­ur eft­ir lög­fræðingi hans hlaut Þór­ar­inn góðan aðbúnað í fang­els­inu um nótt­ina. Frelsi Þór­ar­ins er ýms­um skil­yrðum háð, hann má ekki koma inn á lóð lista­safns­ins, ekki meðhöndla sprengi­efni og hann verður að sækja sér fag­lega ráðgjöf. Blaðið hef­ur jafn­framt eft­ir rann­sókn­ar­lög­reglu­mann­in­um Leslie Dunkley að brot Þór­ar­ins geti varðað allt að fjög­urra ára fang­elsi. „Þetta er mjög al­var­legt af­brot,“ sagði Dunkley. „Við tök­um þau mjög al­var­lega og vilj­um alls ekki ýta und­ir þau.“

Sjón­varps­stöðin CTV seg­ir há­skól­ann sem Þór­ar­inn stund­ar nám við, Ont­ario Col­l­e­ge of Art and Design, hafa for­dæmt gjörðir hans og vikið hon­um úr námi tíma­bundið. Að auki hafi tveim­ur kenn­ur­um verið vísað frá störf­um á meðan at­vikið er rann­sakað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert