Framkvæmd og árangur hjartaþræðinga og kransæðavíkkana hér á landi er sambærilegur við það sem gerist á sjúkrahúsum í Svíþjóð. Þá er tíðni fylgikvilla svipuð í þessum tveimur löndum. Slíkur samanburður er nú í fyrsta sinn mögulegur því í upphafi árs hófst skráning í sænska gæðaskrá - SCAAR (Swedish Coronary Angiography and Angioplasty Registry) á kransæðaþræðingum og kransæðavíkkunum á Landspítala.
Hjartalæknar á spítalanum geta nú fylgst með meðferð og árangri og borið saman við sjúkrahús í Svíþjóð samdægurs. Gæðaskráin er hluti af rafrænni sjúkraskrá Landspítalans og er með þessu brotið blað í þróun hennar, segir Þórarinn Guðnason, hjartasérfræðingur á Landspítala sem jafnframt er ábyrgðarlæknir SCAAR-gæðaskrárinnar á Íslandi. Í
Nánar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.