Íbúar við Vesturgötu í Keflavík lokuðu götunni í dag til að mótmæla hraðakstri og aðgerðaleysi bæjaryfirvalda, en íbúarnir hafa ítrekað óskað eftir aðgerðum til að lækka hraða í götunni.
Íbúarnir vilja að hámarkshraði verði færður niður í 30 km á klst., settar verði fleiri gangbrautir og hraðahindranir í götuna.
Mikill hraðakstur hefur viðgengist á Vesturgötu milli Hringbrautar og Hafnargötu en slysið síðdegis í gær er þriðja umferðarslysið í götunni á þessu ári.