Jólasveinar gáfu sælgæti á Laugavegi

Þessi ökumaður var svo heppinn að fá að hitta jólasveinana. …
Þessi ökumaður var svo heppinn að fá að hitta jólasveinana. Hann hefur að öllum líkindum verið mjög góður á þessu ári enda fékk hann sælgæti að gjöf, en ekki kartöflu. mbl.is/Brynjar Gauti

Þótt enn séu 23 dagar til jóla eru jólasveinarnir komnir á stjá. Það sást í það minnsta til tveggja jólasveina á Laugaveginum í dag. Þeir spjölluðu við börn og fullorðna og gáfu þeim sælgæti. Það á að vera í lagi þar sem nammidagur er í dag.

Þeir stöðvuðu ekki aðeins gangandi vegfarendur heldur einnig ökumenn og gáfu þeim einnig sælgæti.  

Þeir sem leggja leið sína niður í bæ mega því búast við að sjá jólasveina á ferðinni. Ekki liggur fyrir hvaða jólasveinar þetta eru.

Langur laugardagur er á Laugavegi í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert