Kjötsala eykst enn

Sala á kjöti hefur aukist um 7% á innanlandsmarkaði á síðustu 12 mánuðum. Þetta er mun meiri aukning en á síðasta ári. Mest er aukningin í sölu á kjúklingum, eða 16,6%, en einnig hefur sala á nautakjöti aukist umtalsvert eða um 12%. Sala á lambakjöti hefur hins vegar dregist saman um 3,6%.

Þrátt fyrir mikla sölu á kjúklingum að undanförnu hefur framleiðslan aukist enn meira. Þannig var birgðasöfnun á kjúklingakjöti í októbermánuði.

Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að ýmislegt hafi orðið til að auka sölu á kjöti. Lækkun virðisaukaskatts á matvælum hafi aukið söluna. Þá hafi fiskur hækkað mikið í verði sem stuðlað hafi að því að fleiri velji kjöt. Einnig skipti fjölgun landsmanna máli, ekki síst innflutningur fólks erlendis frá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert