Leit stendur enn yfir

Lögreglumenn að sjást hér að störfum í gærkvöldi.
Lögreglumenn að sjást hér að störfum í gærkvöldi. Víkurfréttir/Þorgils

Lög­regl­an á Suður­nesj­um leit­ar enn að öku­manni sem ók niður ung­an dreng í Reykja­nes­bæ um kl. 17 í gær. Ökumaður­inn lét sig hverfa af vett­vangi. Lög­regl­an held­ur leit­inni áfram. Drengn­um er haldið sof­andi í önd­un­ar­vél á slysa­deild Land­spít­al­ans.

Lög­regl­an kannaði í gær­kvöldi og í nótt all­ar vís­bend­ing­ar sem henni bár­ust. 

Lög­regla lýs­ir eft­ir dökk­leit­um eða blá­um skut­bíl sem sást yf­ir­gefa vett­vang­inn. Hugs­an­legt er að dæld sé á bíln­um framan­verðum.

Þeir sem geta gefið frek­ari upp­lýs­ing­ar um at­b­urðinn eru beðnir um að hafa sam­band við lög­regl­una í síma 112.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert