Margrét Pála hlaut Barnamenningarverðlaun

Margrét Pála Ólafsdóttir.
Margrét Pála Ólafsdóttir. mbl.is/Kristinn

Mar­grét Pála Ólafs­dótt­ir, skóla­stjóri og höf­und­ur Hjalla­stefn­unn­ar, hlaut Barna­menn­ing­ar­verðlaun Vel­ferðarsjóðs barna árið 2007. 

Verðlaun­in hlaut Mar­grét Pála fyr­ir óbilandi trú á að gera megi bet­ur í upp­eld­is- og skóla­mál­um, fyr­ir að hrinda hug­sjón­um sín­um í verk með Hjalla­stefn­unni og fyr­ir þau mann­bæt­andi áhrif sem hún hef­ur haft á ís­lenskt skólastarf.

Verðlauna­fé Barna­menn­ing­ar­verðlaun­anna nem­ur 2 millj­ón­um króna.  

Kári Stef­áns­son, stofn­andi Vel­ferðarsjóðs barna, af­henti Mar­gréti Pálu Ólafs­dótt­ur verðlaun­in við at­höfn í Iðnó í morg­un. Að auki af­henti Kári henni silf­ur­grip sem ber heitið „Börn að vaxa úr grasi“ eft­ir gullsmiðina Dýrfinnu Torfa­dótt­ur og Finn Þórðar­son.

Barnakór Kárs­nesskóla söng við at­höfn­ina og Guðni Ágústs­son alþing­ismaður las upp kafla um bernskujól úr ný­út­kom­inni ævi­sögu sinni. 

 Úthlutað til fjög­urra verk­efna  

Við sama tæki­færi var út­hlutað 6,2 millj­ón­um króna úr Vel­ferðarsjóði barna til fjög­urra verk­efna sem ætlað er að bæta hag barna hér á landi.

Gauraflokk­ur­inn hlaut 2 millj­ón­ir króna og hef­ur áður hlotið 1,5 millj­ón­ir króna úr Vel­ferðarsjóði barna. Um er að ræða upp­bygg­ing­ar­starf fyr­ir 10-12 ára drengi sem eru of­virk­ir eða með skyld­ar hegðunarrask­an­ir. Starfið með þeim fer fram í Vatna­skógi og síðastliðið sum­ar tóku 50 dreng­ir þátt. Verk­efnið hef­ur tek­ist afar vel og var ákveðið að styðja það áfram.

Mark­mið þess er að auka sjálfs­traust drengj­anna og hafa upp­byggi­leg áhrif á sjálfs­mynd þeirra. Ábyrgðar­menn verk­efn­is­ins eru Bóas Valþórs­son sál­fræðing­ur og Barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­ala og sér Sig­urður Grét­ar Sig­urðsson, sókn­ar­prest­ur á Hvammstanga. 

Laug­ar­nes­kirkja og sam­starfsaðilar henn­ar hlaut 1 millj­ón króna. Ann­ars veg­ar til verk­efn­is­ins Adrenalín gegn ras­isma, sem er 8 ára gam­alt sam­starfs­verk­efni Laug­ar­nes­kirkju, Lauga­lækj­ar­skóla og ný­búa­deild­ar Aust­ur­bæj­ar­skóla. Þar koma 9. og 10. bekk­ing­ar sam­an í því augnamiði að eign­ast nýja vini af ólíku þjóðerni. Um­sjón með starf­inu hafa sr. Hild­ur Eir Bolla­dótt­ir og Stella Rún Steinþórs­dótt­ir. 

Hins veg­ar er Harðjaxl­ar, sem er nýtt verk­efni í sam­vinnu Laug­ar­nes­kirkju og Land­helg­is­gæsl­unn­ar, þar sem 7. bekk­ing­ar úr Lauga­lækj­ar­skóla mæla sér mót við fatlaða jafn­aldra sína. Upp­eld­is­mark­mið Harðjaxla er að að börn­in efli með sér fé­lags­lega og til­finn­inga­lega færni sem yf­ir­stíg­ur þá þrösk­ulda sem gjarn­an aðgrein­ir fatlaða og ófatlaða í sam­fé­lagi okk­ar.

Mót­tak­an í Grein­ing­ar- og ráðgjaf­ar­stöð rík­is­ins í Kópa­vogi hlaut 1,2 millj­ón­ir króna til að end­ur­bæta mót­tök­una og gera hana hlý­legri og meira aðlaðandi fyr­ir börn og for­eldra. Sett verður upp fiska­búr, leik­föng­um verður fjölgað, vegg­ir málaðir og hús­gögn end­ur­nýjuð, jafnt fyr­ir litla sem stóra búka.

Blátt áfram – björt framtíð hlaut 2 millj­ón­ir króna til að halda úti fræðslu fyr­ir skóla­starfs­fólk um hvernig greina megi kyn­ferðis­legt of­beldi gegn börn­um og bregðast við því. Nám­skeið eru hald­in í leik­skól­um og grunn­skól­um. Fé­laga­sam­tök­in Blátt áfram eiga frum­kvæðið að þessu verk­efni og stýra því.

 


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert