Stúdentar fagna

Stúdentar sjást hér leggja blómsveig við leiði Jóns Sigurðssonar.
Stúdentar sjást hér leggja blómsveig við leiði Jóns Sigurðssonar. mbl.is/Kristinn

Stúd­entaráð Há­skóla Íslands hélt upp á hátíðis­dag stúd­enta í dag m.a. með því að leggja blóm­sveig við leiði Jóns Sig­urðsson­ar. Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Stúd­entaráði að dag­ur­inn sé sér­stak­lega merki­leg­ur þar sem tvær nýj­ar há­skóla­bygg­ing­ar verða vígðar síðar í dag.

Dag­ur­inn hófst á því að guðfræðinem­ar messuðu í kap­ell­unni í Aðal­bygg­ingu HÍ. Milli kl. 13 og 14 fóru fram hátíðar­höld í hátíðarsal Aðal­bygg­ing­ar­inn­ar. Þar var rætt um opn­un Há­skóla­torgs og hvaða áhrif hún hef­ur á stúd­enta og Há­skóla­sam­fé­lagið.

Í kjöl­farið gengu stúd­ent­ar sam­an að leiði Jóns Sig­urðsson­ar og lögðu blóm­sveig við það sem fyrr seg­ir.

Kl. 17 til 19 verður nýtt Há­skóla­torg vígt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert