Tjónið a.m.k. milljónatugir

Skemmdirnar á botni Axels eru töluverðar.
Skemmdirnar á botni Axels eru töluverðar. mbl.is/skapti

Flutningaskipið Axel var í morgun fært upp í þurrkví Slippsins á Akureyri. Skipið, sem strandaði við Hornafjörð í vikunni, er mikið laskað og ljóst að tjónið hleypur á milljónatugum króna.

Að sögn Bjarna Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Dregg Shipping sem á skipið og gerir það út, er enn verið að meta skemmdirnar. Niðurstaðan er ekki ljós og verður varla fyrr en á morgun, en hann sagði við Fréttavef Morgunblaðsins rétt í þessu að þó væri hægt að fullyrða að tjónið væri milljónatugir.

mbl.is/skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert