Úthlutað úr Þjóðhátíðarsjóði

Hópurinn, sem fékk afhentan styrk úr Þjóðhátíðarsjóði í dag, fyrir …
Hópurinn, sem fékk afhentan styrk úr Þjóðhátíðarsjóði í dag, fyrir utan Þjóðmenningarhúsið. mbl.is/Motiv-mynd

Úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði vegna ársins 2008 er lokið og þar með þrítugustu og fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Úthlutað var að þessu sinni 55 styrkjum að fjárhæð samtals kr. 25.300.000. 

Eftirtaldir aðilar hæstu styrkina, eða eina milljón kr. hver:

1. Ljósmyndasafnið Ísafirði.
2. Minjasafn Egils Ólafssonar.
3. Landnámssetur Íslands ehf.
4. Kvæðamannafélagið Iðunn.
5. Stofnun Árna Magnússonar.

Alls bárust 106 umsóknir um styrki að fjárhæð um 123 milljónir kr.

Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.

Í stjórn sjóðsins sitja nú:

Margrét Bóasdóttir, söngkona og formaður skipuð af forsætisráðherra.
Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri og varaformaður, tilnefndur af Seðlabanka Íslands.
Jónína Michaelsdóttir rithöfundur.
Margrét K. Sverrisdóttir borgarfulltrúi og Björn Teitsson magister sem kjörin eru af Alþingi.
Ritari sjóðsstjórnar er Sigfús Gauti Þórðarson, lögfræðingur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert