Kona var flutt á slysadeild eftir að hún varð fyrir bifreið á Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur um kl. þrjú í nótt. Að sögn lögreglu hlaut konan heilahristing en hún er ekki talin vera alvarlega slösuð. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.
Sex ökumenn voru teknir fyrir að aka undir áhrifum áfengis í nótt. Þá komu upp þrjú minniháttar fíkniefnamál upp.
Að sögn lögreglu var tilkynnt um sex líkamsárásarmál í miðborginni í nótt. Ekki er um alvarleg mál að ræða að sögn lögreglu.
Loks hafði hafði lögreglan afskipti af fjórum einstaklingum vegna brota á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar.