Ljósin tendruð á Óslóartrénu

Fjölmenni safnaðist saman við Austurvöll í dag.
Fjölmenni safnaðist saman við Austurvöll í dag. mbl.is/Kristinn

Fjölmenni kom saman við Austurvöll  þegar ljósin á Óslóartrénu voru tendruð við hátíðlega athöfn í dag. Tréð, sem er rúmir 12 metrar á hæð,  var höggvið Sognsvann sem er eitt vinsælasta útivistarsvæði Óslóarbúa.

Dagskráin hófst kl. 15:30 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék jólalög. Kl. 16 tók  Dómkórinn við og flutti nokkur lög ásamt góðum gestum frá Noregi. Þá flutti barna- og unglingakórinn Majorstuen frá Ósló einnig nokkur norsk jólalög.

Í framhaldinu færði Knut Even Lindsjörn, formaður borgarstjórnarflokks Vinstri grænna í Ósló, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og öðrum Reykvíkingum tréð að gjöf. Það var hinn 10 ára gamli Árna Óttar Halldórsson, sem er norsk-íslenskur, sem hlaut þann heiður að kveikja ljósin á trénu.

Harpa Arnardóttir las nýtt kvæði um Hurðaskell eftir Andra Snæ Magnason. Þá litu nokkrir jólasveinar við og spjölluðu við gesti og gangandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka