Fjölmenni kom saman við Austurvöll þegar ljósin á Óslóartrénu voru tendruð við hátíðlega athöfn í dag. Tréð, sem er rúmir 12 metrar á hæð, var höggvið Sognsvann sem er eitt vinsælasta útivistarsvæði Óslóarbúa.
Dagskráin hófst kl. 15:30 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék jólalög. Kl. 16 tók Dómkórinn við og flutti nokkur lög ásamt góðum gestum frá Noregi. Þá flutti barna- og unglingakórinn Majorstuen frá Ósló einnig nokkur norsk jólalög.
Í framhaldinu færði Knut Even Lindsjörn, formaður borgarstjórnarflokks Vinstri grænna í Ósló, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og öðrum Reykvíkingum tréð að gjöf. Það var hinn 10 ára gamli Árna Óttar Halldórsson, sem er norsk-íslenskur, sem hlaut þann heiður að kveikja ljósin á trénu.
Harpa Arnardóttir las nýtt kvæði um Hurðaskell eftir Andra Snæ Magnason. Þá litu nokkrir jólasveinar við og spjölluðu við gesti og gangandi.