Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Lögreglumenn sjást hér flytja manninn fyrir dómara í dag.
Lögreglumenn sjást hér flytja manninn fyrir dómara í dag. Víkurfréttir/Ellert

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði á fjórða tímanum í dag karlmann á fertugsaldri til að sæta gæsluvarðahaldi til nk. fimmtudags. Maðurinn er grunaður um að vera valdur að banaslysi í Reykjanesbæ á föstudag.

Maðurinn var handtekinn síðdegis í gær. Talið er að hann hafi ekið á fjögurra ára gamlan dreng á Vesturgötu í Reykjanesbæ og flúið af vettvangi síðdegis á föstudag. Drengurinn lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í gær.

Rannsókn málsins heldur áfram að sögn lögreglu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert