78% styðja ríkisstjórnina

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Júlíus

Stuðningur við ríkisstjórnina eykst á ný eftir að hafa dalað undanfarna mánuði, mælist nú 78%.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins lækkar um tvö prósentustig frá síðustu mælingu og er nú liðlega 39%. Á sama tíma bætir Samfylkingin við sig ríflega þremur prósentustigum og mælist flokkurinn nú með rúmlega 31% fylgi. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða og er breyting á fylgi hvers flokks í kringum eitt prósentustig. Vinstrihreyfingin – grænt framboð mælist nú nálægt 17%, Framsóknarflokkurinn fær rösklega 8%, Frjálslyndi flokkurinn mælist með nær 4% fylgi og Íslandshreyfingin – lifandi land stendur í stað með um 1 prósent fylgi. Rösklega 17% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og liðlega 5% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosningar færu fram í dag. Capacent gerði könnunina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert