Ekki til umræðu að versla með réttindi og vígstöðu stjórnarandstöðu

Vinstrihreyfingin – grænt framboð segir, að  ekki sé til umræðu af hálfu flokksins, að versla með réttindi og vígstöðu stjórnarandstöðunnar fyrir sporslur sem ekki hafi í sjálfu sér neina grundvallarþýðingu fyrir stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu eða minnihluta á Alþingi.

Það sé hins vegar að gerast í þessu máli, meirihlutanum og framkvæmdavaldinu í hag.

VG stendur ekki að frumvarpi, sem forseti Alþingis og formenn annarra þingflokka hafa lagt farm um breytingar á þingsköpum en til stendur að ræða frumvarpið á Alþingi í dag.

Flokkurinn hefur boðað til blaðamannafundar í dag um málið og segir, að með framsetningu þessa frumvarps hafi verið rofin hefð um samstöðu um breytingar á þingsköpum og lagt fram frumvarp án samkomulags við stærsta þingflokk stjórnarandstöðunnar. Segist þingflokkur VG harma þessa málsmeðferð sem auðveldlega hefði verið hægt að vinna í sátt. 

VG segist hefðu viljað sjá víðtækar breytingar á starfsháttum og vinnutilhögun á þingi með það að markmiði að gera lagasetninguna vandaðri og betri og starfsumhverfið allt fjölskylduvænna og markvissara. Umboðsmaður Alþingis hafi m.a. bent á hvernig Alþingi þurfi að vanda betur til verka og VG vilji tryggja að það sé gert. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert