Góður árangur bridsmanna

Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson.
Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson.

Íslensk­ir brids­menn náðu góðum ár­angri á vetr­ar­móti banda­rískra brids­spil­ara, sem nú stend­ur yfir í San Francisco. Meðal ann­ars unnu ís­lensk­ar sveit­ir tvær sveita­keppn­ir á mót­inu.

Þeir Bjarni Ein­ars­son og Jón Bald­urs­son, Kristján Blön­dal og Hjör­dís Sig­ur­jóns­dótt­ir unnu eins kvöld sveita­keppni en sveit­in, sem endaði í 2. sæti, var skipuð Pól­verj­un­um Ces­ary Balicki og Adam Zmuds­inski, og banda­rísku spil­ur­un­um Kyle Lar­sen og Rose Meltser.

Þá unnu þeir Jón, Bjarni, Þor­lák­ur Jóns­son og Sig­ur­björn Har­alds­son tveggja daga út­slátt­ar­sveita­keppni þar sem marg­ar sterk­ar sveit­ir voru meðal þátt­tak­enda.

Þau Jón, Bjarni, Þor­lák­ur, Sig­ur­björn, Garey Hayd­en og Tony Kas­day enduðu síðan í 6. sæti í  öðru helsta mót­inu, North American Swiss.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert