Íslenskir bridsmenn náðu góðum árangri á vetrarmóti bandarískra bridsspilara, sem nú stendur yfir í San Francisco. Meðal annars unnu íslenskar sveitir tvær sveitakeppnir á mótinu.
Þeir Bjarni Einarsson og Jón Baldursson, Kristján Blöndal og Hjördís Sigurjónsdóttir unnu eins kvöld sveitakeppni en sveitin, sem endaði í 2. sæti, var skipuð Pólverjunum Cesary Balicki og Adam Zmudsinski, og bandarísku spilurunum Kyle Larsen og Rose Meltser.
Þá unnu þeir Jón, Bjarni, Þorlákur Jónsson og Sigurbjörn Haraldsson tveggja daga útsláttarsveitakeppni þar sem margar sterkar sveitir voru meðal þátttakenda.
Þau Jón, Bjarni, Þorlákur, Sigurbjörn, Garey Hayden og Tony Kasday enduðu síðan í 6. sæti í öðru helsta mótinu, North American Swiss.