Umhverfisráðuneytið hefur að tillögu Umhverfisstofnunar ákveðið að heimilt verði að veiða allt að 1333 hreindýr á veiðitímabili komandi árs sem stendur frá 1. ágúst til 15. september. Að mati Náttúrustofu Austurlands mun veiði á þessum fjölda hreindýra ekki hafa áhrif á stærð hreindýrastofnsins.
Umhverfisráðuneytið segir, að heimildin sé veitt með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðitíma hreindýra á næsta ári sem kalli á endurskoðun fjölda veiðiheimilda. Veiðikvóti þessa árs var 1137 dýr og reyndist veiðin þegar upp var staðið 1129 dýr. Umhverfisstofnun auglýsir og sér um úthlutun og sölu heimilda til veiða á hreindýrum.