Minnisvarði um Jón Ósmann ferjumann

Ragnhildur Stefánsdóttir og Sveinn Guðmundsson hrossaræktandi handsala samning um gerð …
Ragnhildur Stefánsdóttir og Sveinn Guðmundsson hrossaræktandi handsala samning um gerð styttu af Jóni Ósmann. Í baksýn er ósinn, starfsvettvangur ferjumannsins. mbl.is/Björn Björnsson

Í stilltu en björtu og köldu veðri sl. fimmtudag kom saman hópur fólks á áningarstað Vegagerðarinnar við Vesturós Héraðsvatna í Skagafirði.

Tilefni þessarar samkomu var undirritun samnings milli áhugahóps um gerð styttu af Jóni Ósmann ferjumanni frá Utanverðunesi, og myndhöggvarans Ragnhildar Stefánsdóttur, sem tekið hefur að sér verkið. Hefur styttunni verið fundinn staður þar sem vel sést yfir ósinn og nánast á stígnum sem ferjumaðurinn gekk til og frá heimili sínu í Utanverðunesi.

Vann við ósinn í um 40 ár

Frumkvöðull að gerð styttunnar er Sveinn Guðmundsson hrossaræktandi á Sauðárkróki og hefur hann myndað áhugahóp sem vinnur með honum að framgangi hugmyndarinnar, að reisa bronsstyttu af ferjumanninum í fullri líkamsstærð.

Áhugahópinn skipa auk Sveins þeir Sigurður Haraldsson bóndi að Grófargili, Stefán Guðmundsson fyrrv. alþingismaður, Hjalti Pálsson sagnfræðingur frá Hofi og Árni Ragnarsson arkitekt.

Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari var fengin til að gera kostnaðaráætlun um gerð slíkrar styttu og niðurstaða hennar varð 6.130.000 kr. og á grundvelli þeirrar áætlunar hefur nú verið formlega gengið frá samningi við Ragnhildi um að hún taki að sér gerð listaverksins, en stefnt er að því að um sólstöður næsta sumar verði verkið fullbúið.

Að sögn Sveins stendur fjármögnun verksins yfir, og miðar vel, en betur má ef duga skal og hafa nú verið opnaðir reikningar í Landsbankanum og Kaupþingi og bera báðir nafnið Ferjumaðurinn, en þar geta áhugasamir lagt framkvæmdinni lið.

Í Landsbankanum: 0161-26-1914, og í Kaupþingi: 0310-13-862.

Þjóðsagnapersóna í lifandi lífi

Opnuð verður í fyrstu viku desember netsíða þar sem áhugasamir geta fylgst með og stutt framgang þessa skemmtilega verkefnis í minningu ferjumannsins, og er slóðin: skagafjordur.com/ferjumadurinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert