Sló konu og hlaut dóm

Héraðsdóm­ur Aust­ur­lands hef­ur dæmt karl­mann í 30 daga skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir að veit­ast að konu á bíla­stæði utan við fjöl­býl­is­hús á Eg­ils­stöðum og slá hana þríveg­is með bar­efli í báða hand­leggi. Þetta gerðist um morg­un í des­em­ber­lok í fyrra.

Maður­inn var einnig dæmd­ur til að greiða kon­unni 67 þúsund krón­ur í bæt­ur.

Dóm­ur­inn seg­ir, að við ákvörðun refs­ing­ar sé litið til þess að maður­inn hafi játað brot sitt og því að af­leiðing­ar árás­ar­inn­ar voru ekki al­var­leg­ar. Þá megi greina af skýrsl­um vitna hjá lög­reglu að maður­inn hafi orðið fyr­ir tals­verðu áreiti, m.a. af hendi kon­unn­ar, fyr­ir utan heim­ili þenn­an um­rædd­an morg­un.

Hins veg­ar hefði árás­in verið óvæg­in og að til­efn­is­litlu og um ólög­mæta mein­gerð gegn frelsi, friði og per­sónu tjónþola hafi því verið að ræða. Því átti kon­an rétt á bót­um, að mati dóms­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert