Sveinki fékk far með þyrlu

Það var kátt á hjalla þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu á Austurvelli í gær. Óslóarborg gaf venju samkvæmt Reykvíkingum tréð sem í ár er rúmir 12 metrar á hæð en það var Árni Óttar Halldórsson tíu ára drengur af norskum ættum sem kveikti ljósin við hátíðlega athöfn.

Lúðrasveit Reykjavíkur lék jólalög og Dómkórinn söng ásamt gestum frá Noregi og norski barna- og unglingakór Majorstuen flutti norsk jólalög.

Snemmbúnir jólasveinar áttu leið hjá og spjölluðu við gesti og gangandi, en Sveinki hafði í mörg horn að líta í gær því hann fékk sér far með þyrlu landhelgisgæslunnar ásamt þeim Birgittu Haukdal og Magna Ásgeirssyni til að skemmta á árlegri jólatréssamkomu í flugskýli gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert