VG mótmælir harðlega frumvarpi um þingsköp

Frá fundi á Alþingi.
Frá fundi á Alþingi. mbl.is/ÞÖK

Þing­menn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs, mót­mæltu því harðlega á Alþingi und­ir kvöld, að taka ætti til umræðu frum­varp um breyt­ingu á þingsköðum Alþing­is.

Sturla Böðvars­son, for­seti Alþing­is, legg­ur frum­varpið fram ásamt þing­flokks­for­mönn­um annarra flokka á þingi utan VG.

Ögmund­ur Jónas­son, þing­flokks­formaður VG, sagðist harma þau vinnu­brögð, sem for­seti þings­ins, rík­is­stjórn­in  og stjórn­ar­meiri­hlut­inn á Alþingi hefðu viðhaft í mál­inu. Þá sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, að að for­seti Alþing­is hefði brugðist skyldu sinni að reyna að ná sátt um málið.

Þing­flokk­ur VG hélt blaðamanna­fund í dag þar sem kynnt var grein­ar­gerð flokks­ins um málið. Þar kem­ur m.a. fram, að  flokk­ur­inn vilji end­ur­skipu­leggja starfs­hætti Alþing­is, þróa Alþingi í átt til fag­legri og fjöl­skyldu­vænni vinnustaðar og gera breyt­ing­ar sem raun­veru­lega styrki þingið, þing­ræðið og lýðræðið í land­inu. Þess­um mark­miðum nái hins veg­ar hvorki óbreytt frum­varp for­seta þings­ins og þaðan af síður þau vinnu­brögð, að rjúfa hefð um sam­stöðu um slík mál og keyra þau áfram í ágrein­ingi við stærsta flokk stjórn­ar­and­stöðunn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert