Hringtorg í stað ljósa draga úr slysum

Slysum hefur fækkað eftir að hringtorg voru sett á tiltekin …
Slysum hefur fækkað eftir að hringtorg voru sett á tiltekin gatnamót. Hér sjást gatnamót Reykjanesbrautar og Lækjargötu í Hafnarfirði. mbl.is/Júlíus

Slys­um hef­ur fækkað veru­lega á þrenn­um gatna­mót­um eft­ir að þeim var breytt úr ljós­a­stýrðum gatna­mót­um í hring­torg, sam­kvæmt gögn­um frá Um­ferðar­stofu og lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Hins veg­ar hef­ur óhöpp­um án slysa á þess­um sömu gatna­mót­um fjölgað. Könnuð voru þrenn gatna­mót, ein í Garðabæ og tvenn í Hafnar­f­irði.

Kristján seg­ir um­ferðarör­yggi af þess­um töl­um að dæma virðast vera meira í hring­torg­um á miðað við ljós­a­stýrð gatna­mót.  

Kristján seg­ir einnig, að skýr­ing­in geti verið sú að í hring­torg­um er um­ferðar­hraðinn lægri, og bíl­ar mæt­ast ekki í hring­torg­um eins og á hefðbundn­um ljós­a­stýrðum gatna­mót­um, og því er hætt­an minni.  Þró­un­in á slys­um er sú sama á öll­um gatna­mót­un­um sem voru könnuð.

„Árekstr­ar virðast vera í hlut­falli við um­ferðar­aukn­ing­una þó það hafi ekki verið rann­sakað ná­kvæm­lega og kann að skýra hvers vegna óhöpp­um hef­ur fjölgað,” sagði Kristján.

Slys­um á Reykja­nes­braut/​Lækj­ar­gata/​Hlíðarberg gatna­mót­un­um fækkaði eft­ir breyt­ingu í hring­torg úr 7 á ár­un­um 2000-2003 í 1 á ár­un­um 2004-2007 og fækkaði slösuðum úr 18 í 2 eða um 89%.

Á sama tíma fækkaði slys­um úr 8 í 3 á gatna­mót­um Flata­hrauns og Fjarðar­hrauns eft­ir breyt­ingu í hring­torg, og slösuðum fækkaði úr 16 í 3  eða um 81%

Niður­stöður skýrsl­unn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert