Náttúruverndarsamtök Íslands segjast fagna þeirri stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands, að samningar um framhald Kyoto-bókunarinnar eftir 2012 skuli miða að því að fyrirbyggja að andrúmsloft jarðar hitni um meira 2 gráður á celcíus að meðaltali.
Segja Náttúruverndarsamtökin, að þessi stefnumörkun þýði að draga verði verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Þau markmið gildi vitaskuld einnig um Ísland því öll iðnríki verði að ganga á undan með góðu fordæmi til að fá að samningaborðinu til að þróunarríki í örum hagvexti, Indland og Kína.