PISA-könnun vonbrigði

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, mennta­málaráðherra, seg­ist í sjón­varpi mbl vera von­svik­in vegna niðurstaðna svo­nefnd­ar PISA-könn­un­ar, alþjóðlegs sam­an­b­urðar á mennta­kerf­um. Könn­un­in leiðir í ljós að staða Íslands hef­ur versnað frá ár­inu 2000 og Íslend­ing­ar eru í næst neðsta sæti af Norður­lönd­un­um.

Könn­un­in lagði sér­staka áherslu á nátt­úru­fræði að þessu sinni og þar lenti Ísland 5 sæt­um und­ir meðaltali aðild­ar­ríkja OECD.

Þor­gerður Katrín seg­ir að Finn­ar standi sig best eins og svo oft áður og Íslend­ing­ar ættu að líta til kenn­ara­mennt­un­ar þeirra. Þá hafi Dan­ir bætt sig frá síðustu könn­un og sér­stakt átak til að bæta lestr­arkunn­áttu hafi greini­lega skilað sér.

Í frétt­um mbl er einnig m.a:

Tvennt ligg­ur al­var­lega slasað eft­ir um­ferðarslys

Vetr­ar­hörk­ur í Banda­ríkj­un­um

Fjöl­menni sótti bæna­stund í Kefla­vík

Dýr Rolls Royce boðinn upp í Bretlandi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert