PISA-könnun vonbrigði

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segist í sjónvarpi mbl vera vonsvikin vegna niðurstaðna svonefndar PISA-könnunar, alþjóðlegs samanburðar á menntakerfum. Könnunin leiðir í ljós að staða Íslands hefur versnað frá árinu 2000 og Íslendingar eru í næst neðsta sæti af Norðurlöndunum.

Könnunin lagði sérstaka áherslu á náttúrufræði að þessu sinni og þar lenti Ísland 5 sætum undir meðaltali aðildarríkja OECD.

Þorgerður Katrín segir að Finnar standi sig best eins og svo oft áður og Íslendingar ættu að líta til kennaramenntunar þeirra. Þá hafi Danir bætt sig frá síðustu könnun og sérstakt átak til að bæta lestrarkunnáttu hafi greinilega skilað sér.

Í fréttum mbl er einnig m.a:

Tvennt liggur alvarlega slasað eftir umferðarslys

Vetrarhörkur í Bandaríkjunum

Fjölmenni sótti bænastund í Keflavík

Dýr Rolls Royce boðinn upp í Bretlandi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka