Vonsvikin með PISA-könnun

Íslenska skólakerfið kemur ekki vel út úr alþjóðlegri könnun sem gerð var á hæfni nemenda í lestri, náttúrufræði og stærðfræði. Íslendingar eru í næst-neðsta sæti af Norðurlöndunum í PISA könnuninni en einungis Norðmenn eru lakari en við.

Þorgerður Katrín sagði jafnframt að Finnar stæðu sig best eins og svo oft áður og að þeirra kennaramenntun væri nokkuð sem við Íslendingar ættum að líta til. Danir hafa bætt sig frá síðustu könnun og hafa gert sérstakt átak til að bæta lestrarkunnáttu og hefur það greinilega skilað sér til danskra barna.

Könnunin lagði sérstaka áherslu á náttúrufræði að þessu sinni og lenti Ísland fimm sætum fyrir neðan meðaltal OECD landanna í náttúrufræði og í 27. sæti á heildina litið en Finnland og Hong Kong voru í fyrsta og öðru sæti.

Fimmtán lönd standa sig betur í lestri en Íslendingar og tíu lönd standa betur að vígi en við í stærðfræðikunnáttu en 57 ríki tóku þátt í könnuninni og um 80% allra 15 ára nemenda tóku þátt.

PISA (e. Program for International Student Assesment) kannanir hafa verið gerðar þrisvar sinnum á vegum OECD frá árinu 2000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert