Fimmtíu umsóknir bárust um embætti ferðamálastjóra sem samgönguráðuneytið auglýsti á dögunum. Umsóknarfrestur rann út 2. desember og verður farið yfir umsóknir næstu daga og vikur.
Ráðið er í embætti ferðamálastjóra til fimm ára frá 1. janúar næstkomandi. Ferðamálastjóri veitir Ferðamálastofu forstöðu. Málefni ferðaþjónustunnar hafa heyrt undir samgönguráðuneytið en flytjast um áramótin til iðnaðarráðuneytis.