Bætur frá TR kunna að hækka

Tryggingastofnun ríkisins segir, að í mörgum tilfellum geti þeir öryrkjar, sem urðu fyrir skerðingu greiðslna úr lífeyrissjóðum um mánaðamótin, að geta fengið skerðinguna bætta að hluta til í formi hærri bóta frá Tryggingastofnun.

Hvetur stofnunin þá lífeyrisþega, sem hafa fengið skertar greiðslur af þessum sökum, til að skila breytingum á tekjuáætlun stofnunarinnar fyrir árið 2008, hafi þeir ekki gert það nú þegar, þannig að þeir fái skerðinguna að hluta til bætta frá og með janúar á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert